BLACKMORE

Flokkar: Merki: ,

Vörulýsing

OXY BLACKMORE flísarnar frá MIRAGE eru úr gegnheilli steinefnablöndu úr kvartzi, feldspati. leir o.fl.  Blandan er pressuð við 450 kg/cm2 þrýsting og sindruð við 1250 °C hita.  Aðferðin tryggir gríðarlegt slitþol og afar lága vatnsídrægni. Tölugildi þessara eiginleika eru mun betri en þau sem gildandi staðlar (ISO 10545-3 og 10545-6) krefjast.  Innbyrðis litadreifing er V2 og hálkustuðull R9.  OXY BLACKMORE flísarnar eru kantfræstar og brúnir míkrófasaðar.  Nákvæmni framleiðslunnar er slík að fúgubreidd getur verið 1 mm.

OXY BLACKMORE flísarnar má leggja innan- og utandyra. Þær henta sérstaklega vel í klæðningar, á baðherbergi, en einnig á anddyri og aðrar móttökur, bílskúra, forstofur, sólstofur, veitingastaði og opinbera staði. Flísarnar líta út eins og svart corten stál með smá ryði og henta best svartri fúgu.  Áhrif línunnar má draga af hinu náttúrulega umhverfi í kringum okkur í stórborgum.  Götulistamenn eins og hinn þekkti Banksy hefur mikil áhrif á hönnunina, sérstaklega hvað varðar skrautflísar í þessari línu. 

OXY BLACKMORE fæst í eftirfarandi stærðum:

Mött áferð: 

15×60 cm.
30×60 cm.
60×60 cm.
60×120 cm.
60×120 cm. myndflísar


Skraut: 

60×60 cm. niðurfall